Iðunn - 01.01.1888, Page 106
100
Axel Ulrik:
vai'ð að fyrirskipa það, að hafa skyldi kamra í
hverju liúsi. Árið 1342 þurfti að banna það í
Göttingen, að hægja sjer i ráðstofukjallaranum, þar
sem menn sátu saman og drukku. Við krossferð-
irnar tókust böð aptur upp um stund í Norður-
álfunni, eptir að krossferðamennirnir höfðu kynnzt
þessum sið, sem var svo algengur á austurlöndum.
En það leið ekki á löngu áður en böðin lögðust
niður aptur. þar að kom, að menn hættu algjör-
lega við það að þvo sjer, og það löngum tímum
saman. Arið' 1571 gengu tignir menn í Schlesíu
í fjelag, og hjetu því, að þvo sjer aldrei. Sápavar
óþekkt. það var ekki fyrr en 1520, að sápugjörð
var fyrst vakin upp í Lundúnum.
Menn stóðu þannig verjulausir fyrir landfarsótt-
um. Menn kunnu engi ráð til þess að lækna
sjúkdómana, og menn töldu það ómögulegt, að
sporna við því, að þeir breiddust út. þeir menn,
•sem lengst þóttu á leið komnir og liæst hugðu,
leituðu þar athvarfs, sem gullgjörðarlistin var.
■Gullgjörðarmennirnir voru upphaflega efnafræðing-
ar, er reyndu að búa til gull úr málmblendingum.
•Seinna vakuaði hjá mönnuni von um það, að búa
til gull með því að ummynda eitthvert annað efni
í gull ; og loks hugkvæmdist mönnuin það, þótt
kynlegt væri, að allt væri undir því komið, að
finna efni, er kallað var »spekingasteinninn»; sá,
sem hafði hann, gat ekki að eins búið til gull,
heldur læknað alla sjúkdóma og lengt líf manna.
Hinir skarpvitrustu menn á miðöldunum lögðu sig
i líma til þess að grafast eptir þessu, og unnu
hvíldarlaust við ofna sína og deiglur. Opt þóttust