Iðunn - 01.01.1888, Qupperneq 108
102
Axel Ulrik:
menn voru af teknir, og í gróðaskini treindu böðl-
arnir sem lengst lífið í þeim, sem lífið áttu að
láta. það er einkennilegt, að böðullinn í París
fjekk í þokkabót tiltekinn skammt af víni og mat-
vælum frá ýmsum klaustrum í höfuðborginni.
Aldrei hefir stjettahatur verið meira en þá ; þó tók
út yfir, hversu illa herramenn fóru með bændur.
jpegar nú við þetta bætist, að kirkjan ofsótti villu-
"trúarmenn með báli og brandi, þá fer að verða
skiljanlegt, að loptið, sem menn önduðu að sjer í
Norðurálfunni, var í þyngsta lagi, þar sem það var
fullt af reykelsi frá klaustrum og af nálykt.
III.
A miðöldunum var því þannig hvervetna lítið
■siunt að gæta heilsunnar; en allt öðru máli var
að gegiia um hjúkrun sjúkra. 'þess var áður getið,
að handa líkþráum mönnum voru spítalar reistir.
fegar kýlasóttin geysaði, voru í sumum borgutn
■reist sjúkrahús fyrir þá, sem úr henni sýktust;
voru þau sjúkrahús kölluð »lazaret», eptir Lazarusi.
Við þáu sjúkralms þjónuðu jafnast munkar og
munuur, og reyndust opt svo vel, að þó klaustra-
ilýðrinn hefði ekki annað til síns ágætis, þá væri
það eitt ærið þeim til varnar.
1 þýzkalandi ganga margar sögur, og þær marg-
ar sannar, um Elísabet hina helgu ; hún gaf sig
alla við því, að hjúkra líkþráum mönnum, og ljet
ihún það ekki á sig fá, hvað viðbjóðslegur sá kvilli
•er. Hún varð skammlíf, af því að hún reyndi of
mikið á sig, euda var hún ein af þeim, er fegnir
•vilja skilja við þennan heim. þjóðverjar skoða