Iðunn - 01.01.1888, Qupperneq 109
Heilsufræðin fyr átímura. 103
þessa konungbornu konu, er var svo mikill mann-
vinur, scm þjóðardýrðling sinn ; hafa mörg skáld
orðið til þess að kveða um hana, og margir lista-
rnenn til þess að gera myndir af henni, þar sem
hún fer ofan frá Wartburg til þess að bera líkþrá-
Uni mönnum mat og drykk.
Auls; þess að reisa sjúkrahús fyrir kýlasóttar-
sjúklinga, fóru menn og á síðustu öldum miðald-
anna aö neyta annara varna við þeirri drepsótt.
Svo var að sjá, sem Iílemens páú hinn 6., sem
var manna hyggnastur, muni hafa liaft veður af
því, að sótt sú væri næm; því það er um hann
sagt, að einn sinni, þegar sótt sú gekk sem land-
farsótt, hafi hann læst sig inni í herbergi sínu, og
Ijet þar sífellt kinda bál rnikið, og hlaut allt, sem
honum var fært, að fara gognum logann. A 15.
öld tóku menn á Ítalíu að gera almenu samtök
til þess að verjast næmum kvillum ; og á næstu
öld þar á eptir varð það alsiða í mörgum borgum
á Ítalíu, að reisa mjög rammar skorður við því, að
efni næmra sótta gæti iitbreiðzt; þannig var þá
boðiö að brenna allt innanstokks úr liúsum, þar
sem næmir sjúkdómar höfðu komizt, bræla innan
húsin, banna allar saingöngur við hús, þar sem
næmir sjúkdómar höfðu náð að festast o. s. frv.
Stjórn og yíirvöld könnuðust þannig við, að sóttirnar
væri næmar; en almenningur var enn ekki farinn að
láta sjer það skiljast.
Smámsaiuau fór nú að lagast öll skipun á mann-
legu fjelagi, og voru því samfara ýmsar breytingar
til bóta á efnahag manna og lífernisháttum. Við
Ameríkufundinn vikkaði sjóndeildarhringur manna,