Iðunn - 01.01.1888, Page 110
104
Axel Ulrik:
en prentlistin og siðabótin studdu mjög að ]m, að
glöggva hugsanir manna. Siglingar til áður ókunnra
landa og verzlun við þan fluttu nýjar vörur á heims-
markaðinn. Nú tók að skipta ekki síður um lífernis-
háttu, en lífsskoðun.
Um þetta leiti fóru menn almennt að neyta
ýmislegs, er áður var óþekkt. Aður hafði brenni-
vín hvergi verið búið til eða selt nema í lyfjabúö-
um, enda hafði þess að eins verið neytt sem lækn-
islyfs; en eptirlok þrjátíu-ára-stríðsins komuá tmenn
ufip á að búa það til með miklu hægara nfóti, og
varð það þá miklu ódýrara en áður. Upphaflega
höfðu menn ekki búið það til úr öðru en vínberjum ;
en smámsaman komust menn upp á að búa það til
iir korni og jarðeplum. Við þetta hófst brennivíns-
drykkjuskapur, og fór hann því miður allt of ört í
vöxt meðal hinna norðlægari þjóða þessarar heims-
álfu. Fyr var ölgerð hvergi nema í klaustrum;
en síðara hluta miðaldanna varð hún svo algeng,
að heita mátti, að hún væri á hverju efnaheimili.
A öndverðri 1G. öld fóru menn að komast upp á tó-
baksbrúkun í Evrópu, og reyndu þó ríkisstjórnirn-
ar að sporna við því með hörðum lögum. Jakob
fyrsti á Englandi lagði háan toll á tóbak sem ó-
liófsvöru, af því að það nspillti heilsu alþýðu, lopt-
inu og jarðveginumn. Tyrkjasoldán var þó enn
harðskeyttari ; 1610 1 jet hann það boð út ganga,
að stinga skyldi pípunni gegn urn nefið á hvevjum
manni, sem uppvís yrði að því að reykja tóbak.
A miðri 16. öld fengu menn í þessari heimsálfu
hin fyrstu kynni af kaffi. f>að kom frá austur-
löndum (Arabíu), og varð fyrst algengt í Tyrkja-