Iðunn - 01.01.1888, Side 111
Heilsufræðin fyr átímum.
105
Veldi, sem vonlegt var, þar sem Múhameðstrúar-
ffiönnum er bannað að drekka vín. jpaðan af komst
það til hirðarinnar á Frakklandi, og varð í mestu
metum hjá Lúðvík 14. En ekki fór kaíliö að verða
verulega algengt fyr en tókst að flytja kafli-
trjeð til Vesturheimseyja, og rækta það þar, en
þar fjekk það hinn bezta vöxt og viðgang. Ekld
eru nema tvö hundruð ár, sem menn hafa haft
nokkur kynni af tei hjer í álfu, og fluttist það
fyrst til liennar með Indlandsförum; hið sama er
að segja um flestar kryddjurtirnar. Sykur þekktu
nienn að vísu áður í ýmsum myndum, en það hafði
ávallt verið fremur torgætt, og því var það öllurn
alrnenningi um megn, að geta veitt sjer það.
Eyrsta sykurgjörðar’nús á þyzkalandi var stofnað
árið 1574.
Klæðasnið var lengi fram eptir ofboð áþekkt því,
sem nú tíðkast á munkum. Yzt fata var löng
hápa, sem því nær var eins í sniði á körlum sem
konum, háum sem lágum, leikum sem íærðum.
Innan undir kápunni voru menn í kyrtli, og iunst
fata vrar skyrta. Við og við hafði menn langað
til að taka upp einhvern snöggfeldara búning en
kápuna; en kápan varð seig fyrir. það var ekki
fyr en á 1G. öld, að gamla klæðasniðið varð að
víkja úr sessi fyrir hinu nýja, og fór þá svo, að
kvennfólkið, jafnan fastheldið á forna siði, hjelt
síða klæðasniðinu og víða, nema hvað það gerði
kápuna nærskorna um mittið. Karlmenn tóku upp
kuxur, fyrst stuttvíðar, svo algengar stuttbuxur, og
loksins urðu þær síðar, eins og nú gerist, en káp-
an ummyndaðist á ýmsa vegu, í stuttkápu, í treyju