Iðunn - 01.01.1888, Side 112
10(5
Axel Ulrik :
og því um líkt, þangað til loksins úr henni varð
frakkinn, svo sem hann tíðkast nú. Skyrtan var
lengi fram eptir dýrinclisfat; það var ekki umtals-
mál, að neinn ætti nema eina, og hún var látin
hala, þangað til hún var upp táin; því lín var afar-
dýrt fram eptir öldunum ; en á 16. öldinni fer það
•að falla í verði, því bæði eykst til muna línvefn-
aður, og auk þess fengu menn nýtt tóskaparefní, er
til margs var fullt eins hentugt og lín, og var það
baðmullin. Arið 1559 var fyrsti baðmullarstranginn
fluttur til Englands.
Ymsar breytingar til bóta á högum manna og
jafnframt þvi sívaxandi þrifnaður og hreinlæti mun
hafa verið það, sem hvað mest vann að því, að
kýlasóttarfaraldrarnir fóru sírjenandi fir því að
leið miðja 17. öld ; og á 18. öldinni eru þeir alveg
dottnir úr sögunni. En jafnframt því var annað,
sein að því vann sjálfsagt til góðra muna. Eeynsl-
an hafði sýnt það, að það hafði komið að góðu
haldi, að varna öllum samgöngum, þar sem ekki
Var urn stórt svæði að ræða, og tóku menn því
það ráð upp, að þvertaka fyrir allar samgöngur
við lönd þau, sem kýlasóttin gekk í, en þessu var
miklu hægara við að koma á 17. og 18. öldinni,
heldur en á þessari öld, með því að samgöngur
voru þá miklu ótíðari og minni.
það voru eiukum austurlönd, er reynzt höfðu
aðalbólfesta þessarar næmu drepsóttar, og því voru
rammastar skorður reistar við samgöngum við þau.
I hafnaborgunum voru settar sóttvarnir á þann
liátt, íið hverju skipi, sem nokkur liafði sýk/.t á,
voru bannaðar samgöngur við land í 40 daga fra