Iðunn - 01.01.1888, Page 120
114
Auguét Strindberg :
»Jú, það gerðu þær, þegar þröngt var í búi og
illt til fanga ; en það spillti í engu vinfengi þeirra;
og sko, þetta er einmitt ástin. Jeg þekki eina
andar-tegund, herra, sem er svo eðli farin, að
karlfuglinn ávallt tekur saman við einn fevennfugl
af sínu kyni, og sje annar fuglinn skotinn, þá ílýg-
ur hinn ekki burt ; hann bíður einnig eptir skot-
inu, og fyrir því er þessi önd talin heimskust allra
fugla».
»f>að er um frjóvgunartímann, meistari gamli !»
»Nei, ungi herra, þær halda saman allt árið, og
frjóvgunartími þeirra er á vorin. A vetrum eru
ungarnir ekki með þeim, og þá eru þær einar saman,
en skilja aldrei; þær eta saman, veiða saman og hvíla
saman ; þetta er ást; og þar sem sálarlausum dýr-
um er ljeð þessi fagra tilfinning, hví skyldi hún þá
ekki vera til hjá manninum ?»
»JÚ, jeg hefi heyrt, að hún sje til hjá manninum ,
en að hún hverfi með giptingunni».
»Girndin hverfur að nokkru leyti; en þá kemur
ástin í ljós».
»Vináttan er það eina, sem uokkuð er varið í».
»Víst er um það, ungi herra ; en ástin er ein-
mitt vinálta milli karls og konu. En það er hægt
að segja svo niikið um þetta efni, og það má skoða
það margvíslega; jeg skal segja yður sögu, ef þjer
viljið, sem jeg hefi sjálfur verið sjónarvottur að,
og má vera, að þjer getið grætþ eitthvað á henni;
hún er frá yngri árum mínum ; síðan eru nú liðin
fjörutíu ár; en jeg mari hvert atvik, eins og það
hefði borið við í gær. A jeg að segja yður hana ?»
»Já, byrja þú, meistari ! |>að er ekki mikið um