Iðunn - 01.01.1888, Síða 121
Ivona Bents i'iddara.
115
gamah, þegar móti blæs. En náðu í Ijós og vín,
áður en þú byrjar, því að jeg ímynda mjer, að sagan
þín haldi manni varla vakandin.
»það má vel vera, að hún lialdi yður eklci vak-
andi; en hún hefir haldið vöku fyrir mjer margar
og allt of margar nætur», sagði Franciscus, og fór
að sækja það, sem greifinu bað um.
Hann kom brátt aptur; þeir hagræddu sjcr á
uekkjunum, og Franciscus hóf frásöguna á þessa
leið :
»það er sagan af konuimi hans Bents riddara.
Hún var fædd á öndverðri þessari öld og átti
tigna foreldra ; henni var mjög vandað uppeldi, og
or foreldra hennar missti við, setti fjárhaldsmaður
hennar hana í klaustur. Tók hún þar öllum fram
að vandlætingu og trúarákefð, húðfletti sig á frjá-
degi hverjum og fastaði á helgum; þegar fram
hðu stundir, varð þetta ískyggilegt; hún ætlaði
jafnvel að svelta sig til baua, því að hún áleit
það skyldu sannkristins manns, að deyða holdið
°g lifa með guði í Kristi. f>á urðu tveir atburðir
td að breyta lífsstefnu hennar gersamlega: fjár-
haldsmaður hennar sóaði eigum hennar og strauk
af landi burt, og þar með var úti dálætið hjá
klausturstjórninni; því að ldaustrið var veraldleg
stofnun, og hryggir og volaðir fengu þar ekki inn-
göngu. þegar svo var komið, tók hún að efast.
Annars var efinn þeirra tíma mein, og hún fór eklu
varhluta af því. Stallsjrstur hennar voru alls ekki
trúaðar, og yfirmenn liennar engar trúarhetjur.
Einhverju sinni var liún send til að vitja sjúkra.
8*