Iðunn - 01.01.1888, Page 122
116
August Strindberg :
f>að var fögur og afskekkt skógargata, sem hún fítti
leið um, og mætti hún þar ungum og fríðum ridd-
ara. Hún nam staðar og horfði á hann, rjett eins
og henni hefði hirzt engill af himnum ; í fimm ár
hafði hún ekki litið karlmann augum, og var hún
nú orðin fulltíða. Hann stöðvaði hest sinn ofur-
lítið, heilsaði henni — og hjelt leiðar sinnar. Upp
frá þeim degi varð hún leið á klaustrinu, en lang-
aði út í heiminn. Allur hugur hennar hneigðist
að veraldlegum efnum; freistarinn vjek ekki frá
henni, og hún sat optast nær í fangaklefanum.
Binhverju sinni var brjefi laumað inn til hennar.
|>að var frá riddaranum. Hann átti heima hinum
megin við vatnið gagnvart klaustrinu, og gat hún
sjeð borg hans út um gluggann á klefanum. þau
hjeldu nú áfram brjefaskriptunum. það fór að i
kvisast, að iniklar breytingar á öllum kirkjumálum 1
væri i vændum, að klaustrunum ætti jafnvel að
loka, en klausturbúar allir að leysast undan eiði
sínum.
þetta kveikti nýjar vonir í brjósti liennar ; en
þegar hún varð þess vís, að hægt væri að leysa
rnenn undan eiði sínum, þá trúði hún ekki lengur
helgi eiðsins, og þá brustu öll bönd ; liún trúði nxi
að eins á mátt sinn og meginn, þvert ofan í öll
kirkjunnar boð og mannasetningar. Vinstúlka
hennar ein kom því upp, að hún skrifaðist á við
riddarann, og þá var hún dæmd til að húðstrýkj- [
ast. En það átti ekki svo nð fara; því að einmitt
sama daginn kom út konungsboð, að nú skyldi
klaustrunum lokað. það var riddarinn, sem flutti
boðorð þetta — riddarinn hennar. Hann opnaði