Iðunn - 01.01.1888, Síða 123
Ivona Bents riddara.
117
klausturdyrnar fyrir henni og bauð henni liönd sína
og hjarta.
|>að var fyrsti áfangínn af lífsleið hennar».
»Fyrsti ?» sagði greifinn og hampaði glasinu.
»Endar sagan ekki á því, að þau náðu saman ?»
»Nei, herra, þannig enda ævintýrin ; en í lífinu
þetta byrjunin. Jeg gleymi aldrei deginum
eptir brúðkaupið; jeg var prestur þeirra, og gaf
þau saman; þau komu út úr brúðarhúsinu til
ínorgunverðar og ljeku við hvern sinn fingur ; það
var eins og þessi hnöttur hefði verið skapaður fyrir
þau — að eins fyrir þau tvö, eins og sólin skini
að eins sakir þeirra. Blóðið svall honum í æðum,
þonum fannst hann geta tekið alheiminn í fang
sjer ; allar hugsanir lians miðuðu að því, að gera
henni lífið sern ljúfast og ánægjulegast ; og hún
Var í sjöunda himni, neytti hvorki matar nje
ðrykkjar, og vildi ekki vita af því, að vor synduga
jörð væri til. Nú, þessi heilaköst í henni voru
menjar fyrri tíma, þegar himininn var allt og
Jörðin ekkert; en hann var barn hinna yngri tíma,
°g vissi vel, að leið mannsiirs til himinsins lá um
jörðina».
»Og þarna lenti þeirn saman ?» sagði greifinn.
»Jú, þarna lenti þeira saman, eins og þjer segið.
^eg man einmitt eptir þessum morgunverði; hann
tók til matar síns eins og hver annar hungraður mað-
Ur mundi hafa gert, og hún sat og horfði á hann ;
hún talaði um fuglakvak, liann um kálfsteik. Svo
rak hann augun í það, að hún hafði fleygt brúðar-
fötunum á stól í borðsalnum kvöldið áður, og minnti