Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 124
118 August.Strindberg:
hana þá á, að allt ætti að vera í reglu á hverju
heimilii).
»]pá fór víst að grána gamanið !»
»Jeg læt vera. Bn ský dró fyrir sólu, og hún
fann, að ekki var allt sem skyldi. ílenni fór eins
og þeim, sem ganga í kletta : hún ljet aptur aug-
un til þess að sjá ekkert. En hjer bættist meira
við. Hann var í þungum liugsunum út af upp-
skerunni, og ætlaði að ganga út á akurinn ; emhún
bað hann að vera heima hjá sjer og nefna ekki neina
'vinnu á nafn á þessum degi».
»það,var heldur bjánalegt !»
»Nú, nú, hún var alin svona upp, og það var
'klausturlífinu að kenna; þar hafði hún lært að
virða að vettugi guðs handavérk. Eiddarinn var
þá kyr heima og stakk upp á við hana að koma
með sjer á veiðar, og því tók hún feginsam-
lega».
»þótti henni (fínna' að ganga á blóðvöllinn ?»
»Jú, eptir skoðunum þeirra tíma var það svo,
herra; en tímarnir breytast. En það var ekki öll
nótt úti enn , og þetta var mesti óhappadagur.
Fógeti konungs lcorn þar, kallaði riddarann á ein-
tal, og kvað hann verða að inna af hendi ógreidd
skattgjöld sín fyrir síðastliðin 5 ár, en ella hafa
fyrirgert aðalstign sinni. Eiddarinn hafði ekki
gjaldið til, en fógetinn kvaðst skyldu útvega hon-
um fje að láni um eitt ár, gegn veði í búgarði
hans. þannig jafnaðist þetta ; en nú vissi riddar-
inn ekki, hvort hann ætti að segja konu sinni frá
þessu eður ekki, og leitaði liann ráðs hjá mjer.
Mjer þótti það illt, að hin unga kona skyldi verða