Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 126
120
August Strindberg :
meira að segja skemmtun í að tala við manninn
sinn um akur og arning. En engin ósköp standa
lengi. Uppeldið fylgir oss, og það líkist illgresinu,
sem liggur falið í jörðu árunum saman, en sprettur
upp þegar minnst vonum varir. Einn góðan veð-
urdag leit hixn í spegilinn: — hxin var orðin fölleit
og kinnfiskasogin, fegurðin farin og æskublóminn
horfinn. þ>á vaknaði aptur í henni hið upphaflega
kvennlega eðli, þessi dularfulla gáfa, sem er einn
þátturinn í tilveru konunnar; það greip hana á-
köf löngun til að ná hinum fyrri fríðleik sínum,
til að sjá mátt sinn opinberaðan í fegurð sinni.
Hún gaf sig ekki eins mikið við barninu og tók
að stunda sjálfa sig betur. Maður hennar tók
eptir þessum umskiptum, og meira að segja: hann
gladdist af því; í fyrstixnni lxafði liann yndi af að
sjá, hvað mikla umhyggju hún bar fyrir barninu
og heimilinu, en svo sárnaði honum að sjá konu
sína ganga illa til fara, veiklulega og volaða ; þá
óskaði hann sjer þeirra tímanna, þegar hún sat
við gluggann og þráði heimkomu hans, og hann
sá ekki sólina fyrir henni. Svo undarlegt er
mannshjartað, og þetta eimdi eptir af hinum
gömlu riddurum, or tignuðu konuna sem ímyud
hinnar helgu jómfrúr,—eða þá rekkjunaut sinn. En
svo hafði hann breytt í ýmsu liáttum sínurn, með-
an kona hans gaf sig alla við barninix ; hann tók
aldrei ofan hattinn, iiámaði í sig rnatinn hjer og
þar, og vandaði stundum ekki mjög mikið um
klæðabxirð sinn. En þegar kona hans snerist apt-
ur til fyrri venju sinnar, gleymdi hann að haga sjer
eptir því líka. Henni þótti maður sinn lítilsvirða