Iðunn - 01.01.1888, Page 129
Kona Bents riddara.
m
borðið þitt; að jeg elski þig ekki, a£ því, að jeg
finn til sultar, þegar jeg matast ekki; að jeg elski
þig ekki, a£ því, að jeg liatði ekki stígvjelaskipti, þó
]og brygði mjer snöggvast inn; þú segir, að jeg
elski þig ekki ! (), e£ þú vissir, hve heitt jog elska
þig». — Hún svaraði honum einhvern veginn svona :
11 þú elskaðir mig, áður en við giptumst, þó að þú
Síotir þá við saumaborðið mitt, þó að þú hefðir þá
stígvjelaskipti, og þó að þú sýndir mjer þá ekki
fyrirlitningu. Hvers vegna ertu orðiun svona um-
breyttur?» »JSTú erum við gipt», svaraði hann.
Hún hjelt, að hann þættist hafa fengið einhvern
eignarrjett á sjer með giptingunni, og að hann ætl-
aði nú að sýna sjer það með því að koma svona
fram við sig. En framkoma hans var byggð á því,
að hann trúði því fast og óbifanlega, að-hún mundi
elska sig jafnt í meðlæti og mótlæti, eins og hún
bafði lofað, og að hún mundi sjá í gegnurn fingur
við sig, þó að hánn væri ekki allt af svo heflaður.
það var kovnið fram á varirnar á honunt, að hann
ynni baki brotnu, hugsaði um akurinn, rótaði upp
Jörðunni og óhreinkaði gólfið til þess að bægja frá
áðvífandi liættu; — en hann sagði ekkert,; hann
var ekki viss urn að hún þyldi að heyra það, ný-
staðin upp af sóttarsæng, og auk þess vissi hann,
að öllu var borgið innan skamms. Ilann bað hana
fyrirgefningar; þau fyrirgáfu livort öðru, og allt
iagaðist.
En þá steðjaði ógæfan að þeim. |>að kom ein-
bver hlaupandi inn, og sagði, að hann væri orðinn
kafþykkur í lopti og rigning væri þegar dottin á.