Iðunn - 01.01.1888, Síða 131
Kona Bents riddara.
125
^eiðir hiun sterki höggið, og lítilmagninn verður fyrir
því; er það ekki rjett hugsað ?»
»Getur verið ; en siðferðislegt er það ekki. En
viljið þjer nú heyra framhaldið ?»
»Jeg hjelt að sagan væri á euda, eður ástin að
öúnnsta kosti».
»Nei, nei, herra; það er mikið eptir enn, og ástin
hverfur ekki svo fljótt. Jæja nú; kona riddarans
hjelt, eins og þjer, að nú væri úti með ástina ;
fógetinn kom þar að í þessu, og bað hún hann að
$ækja um skilnað til konungs fyrir sína hönd».
»Ætlaði hún að yfirgefa barn sitt ?»
»Nei, hún hjelt að hún gæti tekið það með sjer ;
hún var særð innst í hjarta sínu, og hún gat ekki
i'isið undir því fargi, sem fagrar eir horfnar vonir
lögðu á liana».
»Og riddarinn ?»
»Hann stóð sem þrumu lostinn ! Allir draumar
um ást og hamingju, allt var farið, og þar að auk
var hann nú öreigi; því að nú var komin helli-
i'igning, og ónýtti kornið; og hún, sem hann hafði
Unnt mest, var orsök í óláni hans ; hann har þung-
&n hug til hennar; en þegar honum rann reiðin,
þá fann hann, að hann unni henni samt sem
áður».
»Samt sem áður ?»
»Já, lierra ; ástin spyr aldrei um ástæður ; hún
Veit, að svona á það að vera og ekki öðruvísi. En
það voru leiðinlegir dagar, sem komu eptir þetta.
Riddarinn ljet búgarðinn eiga sig, en var á sífeldu
flakki um aðrar sveitir á hesti sínum. En frú
Margrjet fór ekki svo að ráði sínu ; húu harkaði