Iðunn - 01.01.1888, Side 132
12«
Áiigiist Strindberg :
af sjér ög tók alla hússtjórnina sjer í liönd ; neyð-
in kennir naktri konu að spinna, og konan ridd-
arans var aldrei óbilugri og öruggri en nú ; hún
gerði klæði handa sjer og barni sínu, hafði eptir-
lit með heimilisfólkinu og sá, fyrir kaupi þess ;
henni veitti örðugt að komast upp á iagið við hjú
sín, því að þau höfðu ávallt skoðað hina smávöxnu
og veigalitlu konu eins og gest og óviðkomandi á
heimilinu ; en hún gekk að þessu öllu með oddi
og egg, og var alstaðar nærri. Hún veðsetti gim-
steina sína, þegar peningarnir hrukku ekki til, og
með þessu borgaði hún kaup hjúanna og skuld
manns síns.
Nú er að segja frá riddaranum, að hann rankaði
loksins við sjer og sneri heimleiðis ; hjelt hann að
þar væri allt á ringulreið, og búg'arðurinn geuginn
iir greipum sjer ; sá hann nii, að allt var í beztu
reglu, og þegar hgnn spuröist betur fyrir, þá var
honum sagt, að kona hans hefði reist allt við ;
iðraðist hann þá breytni sinnar, skundaði til konu
sinnar, fjell á knje fyrir henni og bað hana að
fyrirgefa sjer, að hann hefði ekki kunnað að meta
hana eins og hún átti skilið. Hún fyrirgaf hon-
um allt, og sagði, að ekki hefði verið hægt að meta
þá kosti sína áður, sem hún liefði ekki haft til að
bera fyr en nú.
Komust svo sættir á milli þeirra ; en hún gat
þess, að hún bæri enga ást til hans framar og
gæti ekki verið eiginkona hans. I þessum svifun-
um bar fógetann að; hafði Iiann hafzt við þar hjá
henni og hjálpað henni með ráðum og dáð.
Riddaranum fannst, sem hann væri tekinn fram