Iðunn - 01.01.1888, Síða 134
128
August Strindberg :
en vjer karlmennirnir; vjer tilbáðum fegurðina,
allt það sem gekk í augun, og af þeim hugmynd-
um, er vjer smíðnðum oss um konuna, var sú rík-
ust, að hún væri glæsilegt augnagaman, já, meira
að segja, jeg, sem þó leitaði að vegi sannleikans,
jeg var svo blindaður af gömlum draumórum, að
mjer fannst kona riddarans höggva skarð í dýrð
sína, einmitt þegar hún krýndi sig sigurkransi erf-
iðis og armæðu. Jeg átti tal við hana sama dag-
inn sem skilnaðarskjalið kom, og jeg man eptir
því eins og jeg hefði skrifað það upp. Jeg sagði
eitthvað á þessa leið : Ef þjer vissuð hvað mjer
þótti einu sinni ókristilega vænt um yður! En
engillinn felldi fjaðrir og dísin missti gullskóinn.
Daginn eptir brúðkaupið sá jeg yður þeysa um
skóginn á hvíta hestinum ; hann bar yðnr hátt
yfir döggina, yfir fen og foræði, svo að hvergi sást
blettur á klæðum yðar mjallhvítum ; jeg stóð bak
við eik og liugsaði: en ef hún dettur ! það stóð
mjer fyrir hugskotssjónum : þjer láguð í leðjunni, og
glóbjart hárið ljómaði eins og sólskinsblettur á
engjarós ; þjer sukkuð dýpra og dýpra, og seinast
sá jeg að eins aðra hendina ; þá heyrði jeg hauk
gjalla yfir höfði mjer og sá hann beina vængjum
til himins. — það var í alla staði rjett, sem hún
svaraði mjer: Einu sinni sögðuð þjer, aðlífið, eins
og það er, hvorki betra nje verra, væri gefið oss
af guði, og að vjer mættum ekki mögla yfir því,
heldur taka því eins og það er. En nú talið þjer
undir rós, og segið, að jeg sje sokkin djúpt, einmitt
þegar jeg er komin út í lífið ; jeg hefi klæðzt fá-
tæklegum spjörum í stað purpuramöttuls, af því