Iðunn - 01.01.1888, Síða 137
Kona Bents riddara.
131
Var lijegómagirni hans misboðið ; hann sýndi nú
berlega, hver maður hann var, og ætlaði að leggja
hendur á hana. |>að vildi svo til, að mig bar þar
að, og sagði jeg frú Margrjeti, að ofan d allt sam-
an væri hann lofaður öðrum kvennmanni. Hún
gekk burtu þaðan ; en þegar hún sá, að seinustu
vonir sínar urðu að .engu, þá greip hún til lykils-
ins, sem jeg hafði fengið henni.
Jeg vissi, að eitrið gat ekki vérkað á lmna fyr
en eptir eina klukkustund, og talaði jeg nú við
hana eins og hvorn þann, sem kominn er í opinn
dauðann. Bn sízt var jeg þá fær um að hug-
lireysta deyjandi mann, og víst er Um það, að
'’flestir kjósa firðar líf»; þegar svo er komið, þá fer
fyrir manni, eins og þegar hvolft er úr tunnu:
það sem neðst var, verður efst, allar endurminn-
nigar koma fram, allar hjegiljur, þó vjer höfum
afneitað þeim öllum fyrir margt löngu. Jeg fjekk
upp úr henni það, sem hún hafði lært um skyldur
sínar við náungann ; það var kann ske ekki allt
svo fullkomið ; en jeg notaði mjer það samt. Með
fortölum mínum gat jeg þó unnið það á, að hún
var ekki ófáanleg til að ganga í klaustur og byrja
þar nýtt líferni; meira að segja: jeg fjekk hana til
að hafna klaustrunum — enda var þeim lolcað, eins
°g áður er sagt — og hverfa aptur til heimilis
sms; þar gat liún líka byrjað nýtt líferni með
vandlætingu, sjálfsafneitun og skyldurækni.
Svo fjekk hún kast aptur; hún varð öldungis
hamslaus og formælti heiminum og öllu táli hans,