Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 138
132
August Strindborg :
formælti þeim, sem höfðu gyllt lífið fyrir lienni og
logið að henni, að það væri eilíft sól og sumar.
Og það gat jeg ekki láð henni, því að það er
ekki argari villa til, eu að telja þeirn, sem ganga
í hjónabandið, trú um, að það sjo viss vegur til
friðar og farsældar; frið og farsæld er hvergi
að finna í þessu lífi, og ekki .heldur í hjónaband-
inu.
Iíún varð öldungis hamslaus; en þá varð óvænt-
ur atburður mjer til liðs. Barn hennar var í her-
bergi beint niður undan, og fór að hljóða. jpað
kom við hjartað í lienni, og hún kvaðst nú vilja
lifa til þess að koma barni sínu til að þekkja lífið,
eins og það væri, og rata ekki í sömu raunir og
hún. Hún minntist ekkert á mann sinn, og jeg
get ekki borið um, hvort hún hafi þá hugsað nokk-
uð um hann. Jeg vissi ráð til að koma í veg
fyrir verkanir eitursins; en jeg vildi halda henni
hræddri dálítið lengur, og gaf henni ekki eins góðar
vonir og jeg hefði getað, og fór burt.
jpegar jeg kom aptur, lá hún í faðmi manns
síns. Ilann hafði fundið hana í stiganum, og lá
hún þar eins og í dái. Allt var gleymt, eins og
aldrei hefði neitt í skorizt. jpjer finnst það und-
arlegt! En fyrirgefur þú ckki móður þinni, að
hún agar þig, og elskar móðir þín þig ekki, þó þú
liafir sagt henni ósatt og bakað henni sorg og
gremju ? Allar þessar geðshræringar hröktu og
hrjáðu sál hennar, þangað til ástin til riddarans
var orðin efst, eins og ljómandi perla, sem dregin
er upp frá mararbotni. En enn þá barðist hún