Iðunn - 01.01.1888, Page 144
138 Guy de Maupassant:
kyr, hálfkæfður af geðshræringu, með andlitið
löðrandi í sápu, því hann hafði verið að raka sig.
ijpegar hann loks gat komið fyrir sig hugsun og
máli, hrópaði hann : »það er ekki satt; þú lýgur
því, Melanía».
En kerling lagði hendina á lijartað, og sagði
með klerkaviðhöfn :
oPari jeg þá norður og niður, ef jeg lýg því,
sjera Marignan. þó jeg ætti að detta dauð niður,
get jeg ekk sannara talað, en að hún fer til móts
við hann hvert kveld sem guð gefur yfir okkur, þegar
systir yðar er háttuð ; þá finnast þau niður við á.
Farið þjer þangað sjálfur eitthvert kveldið, klukk-
an á milli 10 og 12, og þá getið þjer sjálfur sjeð.
Sjón er sögu ríkarin.
Hann hætti að klóra sjer á hökunni, og fór að
ganga um gólf í mestu ákefð, eins og lians var
vandi, þegar hann þurfti að hugsa um eitthvað al-
varlegt. þegar hann svo tók til að raka sig aptur,
fiumbraði hann sig þrisvar.
Hann mælti ekki orð frá munni þann dag, svo
hryggur var hann og reiður. Yið vandlætingaofsa
hans sern prests, yfir ástarinnar óflýjandi vakli,
bættist gremja fjárhaldsmanusins og lögráðandans
í honum; þessi reiði, sem þeir finna, sem hafa
tekið í sig að sjá fyrir 3álarvelferð annara, en
komast svo að því, að bam hefir leikið á þá og
stolið ánægjunni frá þeim; þessi sjergóða vonzka í
foreldrum, þegar dóttir þeirra segir þeim frá, að
hún sje búin að trúlofa sig sjálf, í leyfisleysi
þeirra.
Að loknutn kvöldverði reyndi hann að lesa eitt-