Iðunn - 01.01.1888, Qupperneq 146
140
tíuy de Maupassant.
lcgur við tunglsljósnætur. Froskarnir ljetu heýra
til sín í sífellu, eins og þeir kölluðu hinum stuttu,
málmgjöllu hljóðum sínum út í loptið ; úr fjarska
hljómaði söngur næturgalans, þessar raddir, sem
vekja drauma og hrinda hugsunum burtu, þessir
ljettu, titrandi tónar, sem eru eins og þeir væru
ætlaðir til að kveða undir með kossum um draum-
ljúfar tunglsljósnætur.
Presturinn gekk af stað aptur. Honum fjellst
hugur, án þess hann gæti gert sjer grein fyrirþví.
Hann fann allt í einu til svo mikillar þreytu eða
magnleysis. Hann hefði helzt viljað setjast niður
og láta þarna fyrirberast, sjá og dázt að guðdómin-
um og hans verki.
Niður frá, með fram bugðunum á ánni, stóðu
espitrje í löngum bogalínum. Ofurlítil þoka, hvít-
leit gufa, sem glitraði eins og silfur fyrir leik tungls-
geislanna, sveif um og yfir árbakkana, og sveipaði
vatnið í bugðum þess og beygingum eins og Ijett-
um, gagnsæjum flóka.
Presturinn staðnæmdist aptur, gagntekinn af
klökkri tilfinningu, sem allt af fór í vöxt, og hann
gat ekki reist rönd við.
það greip hann efi, einhver reikandi óró. Hann
fann, að það var enn að fæðast í lionum ein af
þeim spurningum, sem hann stundum lagði fyrir
sig.
#Hvers vegna hafði guð skapað þetta ? Pyrst
nóttin er ætluð til svefnsins, meðvitundarleysisins,
hvíldarinnar og algleymingsins, til hvers er þá að
gera hana fegurri en daginn, mildari eu morgun-
roðann og kveldið ? til hvers er þá að láta þessa