Iðunn - 01.01.1888, Qupperneq 150
144
Edv. Egeberg :
inni og hnldu því nær skóinn. þ>að var gamall
reimaskór, gatslitinn, snúinn og þvengjalaus.
Áður en jeg var búinn að átta mig og lypta
ljósinu svo liátt, að jeg sæi höfuðið, sem rjeð yfir,
og búkinn, sem hvíldi á svo aumlegum undirtyll-
um, þá heyrði jeg ofan að úr myrkrinu rödd, seni
mjer fannst alls eigi vera neitt í ætt við það ann-
að af manninum, sem jeg hafði sjeð.
Eöddin sagði :
»Gott kvöld, herra — ja, he — jeg kem nú
■ekki fyrir mig hvað þjer heitið. Jeg fæst við
að stilla hljóðfæri, og mjer var sagt, að þjer ætt-
uð hljóðfæri, sem þyrfti viðgjörðar, og þess vegna
'var það nú, að jeg ætlaði að gera vart við mig
hjá yður».
jpetta var eigi ein af þess kyns röfldum, sem opt
•heyrast í anddyrum og eldhúsum, og þá venjulega
biðja um skilding til að kaupa brauð eða þá meðul
handa sjer eða sínu sárþjáða skylduliði, en með
brauðinu og lyfjunum er þá optast meint brenni-
vín. |>að var að vísu ekki laust við, að í röddinni
væri dálítill betlirómur; en það var jafnframt í
henni eitthvað svo einkennilega prúðmannlegt, að
auðlieyrt var, að henni mundi opt hafa verið beitt
á tignari stöðum en við eldhúsdyr eða anddyra-
þrepskildi. Mjer fannst óljóslega, eins og hefði jeg
■einhvern tíma áður heyrt þessa rödd, en gat eigi
komið fyrir mig, hvar það var eða hvenær.
»Gjörið þjer svo vel að koma inn fyrir ; það er
svo kalt hjerna úti — svo getum við talað betur um
eriudiðn.
Hann kom inn fyrir og settist niður. Jeg tók