Iðunn - 01.01.1888, Síða 154
148 Edv. Egeberg :
nokkur lög úr þeim? Jeg skal syngja »meistarann»,
og þjer liggur svo djúpt rómur, að þú getur vel
sungið »gluntan». þeir byrjuðu svo að syngja
þessi fögru, skemmtilegu lög, sem margur liræsn-
arinn hefir opt svo hörmulega grett sig yfir, en
allir, sem tilfinuing hafa fyrir sönglögum og tón-
fegurð.telja hina auðugustu gullnámu skiíldlegra og
fagurra hugsana.
það er að vísu ekki öllum gefið, að geta skilið
að fullu þenuan söngvaflokk. Til þess þarf maður
að hafa lifað fjöruga æsku, og hafa sjeð margt og
komizt í ýmsar æskuþrautir. En hafi maður það,
þá er ekkert það til, sem eins vekur lifandi forn-
ar minningar um æskuástir, um dug, fjör og hug-
sjónir æskunnar, eins og þessi lög. Mjer hefir
opt hitnað um hjartarætur, þegar jeg hef sjeð
garnla gráhærða öldunga eius og rjetta úr sjer,
sjeð æskufjörið færast aptur í augu þeirra, þegar
þeir hafa heyrt þessi lög sungin. -Jeg skildi þá
eigi »Gluntarne» til fulls, eins og jeg skil þá nú,
en jeg skildi þó það, að inesti kjarni þeirra eru
tár, heiðin að vísu, en gullfögur tár, grátin yfir
því, hve fegurðartími mannlífsins er stuttur. það
er einn kafli, sem jeg man glöggast eptir : »Sól-
setrið»; jeg vil ekki segja, að það sje frá söngsius
hlið fegursti kaflinn í söngflokknum, en þar kem-
ur glöggast fram hugsunin, sem ræður allri stefn-
unni og öllum blænum á þessum söngvum.
Meistarinn syngur þar úti í lundinum yfir pilt-
inum sofandi, um bláklukkurnar, blómin, sem liafi
hringt hann í svefn, og leiðist af því ósjálfrátt til
að hugsa um »aðra klukku», er muni hljóma þegar