Iðunn - 01.01.1888, Side 157
Ætiu önuur.
151
að banua kouunni að bera brennivínsflöskuna inn.
Hann fór srnámsaman að roðna í framan og verða
málhreyfur. Eptir því sem vínið, sveif á hann,
gleymdi hann meir og meir því eymdarástandi,
sem hann nú var sokkinn í. ]pað var eins og hug-
ur hans færi trylltum hamförum, og loptkastalarnir
ultu upp úr honum, hver öðrum gífurlegri. »Jeg
ætla nú að fara til þýzkalands í sumar, og á
leiðinni frá Hamborg til Múnchen kem jeg við í
hélztu borgunum, og held þar söngskemmtanir.
þegar jeg er búinn að vinna mjer inn nokkur
þúsund, fer jeg að vetri suð'ur í Róm. Jeg á þar
marga góðkunningja, listame'nn, málara og mynda-
smiði. þar ætla jeg að vera að vetri, og þið getið
verið viss um, að það verður gaman, því mjer
verður tekið þar tveim höndum. þaö verður ann-
að en þetta bannsett aumingja . . . .—ja, í rauninni
líður mjer ekkert illa; jeg verð reyndar að vinna
talsvert til þess að eignast þessa fáu aura, sem jeg
þarf á að Iialda, en það verð jeg að segja» —
hann reyndi að rjetta úr sjer, og það brá fyrir
fjörglampa í augunum — »að jeg er ekki skapaður
til að knjekrjúpa þessum heimsku og hrokafullu
presta-og ríkismannadætrum, sem ekkert vit hafa
á söng. I þessu augnabliki finn jeg, að jeg hef í
mjer elju og krapta til að byrja nýtt líf. öljer mun
enn takast að atfa mjer fjár og frama í veröld-
innii).
Hann gekk fram og aptur um gólfið og hjelt á-
íram að reisa loptkastalana hærra og hærra, og
var víst búinn að gleyma því, að jeg væri við-
staddur. þegar liðinn var svo sem hálftími, fór