Iðunn - 01.01.1888, Side 158
152
Edv. Egeberg:
hann að linast aptur ; bakið fór að bogna, hann gekk
álútur, augun fóru að síga aptur til hálfs. Ahuginn
blossaði samt snöggvast upp aptur, en iijaðnaði þó
í sama augnabliki, eins og logi niður í ösku, og loks-
ins hnje hann niður á stól, máttvana, eins og slytti
eða belgur, sem gat er stungið á. Svona sat hann
með hönd uudir kinn nokkrar mínútur; svo stóð
hann upp, andlitið var aptur komið í sínar dauða-
dofafellingar, enn daufara en áður. — >’Jpað er víst
orðið framorðiö, og jeg verð að vera kominn heim
áður en veitingahúsinu er lokað». — Hann stóð kyr
og sneri húfunni milli hauda sjer.
»Yður vanhagar máske um eitthvað», sagði jeg. Jeg
sá, að lionuin bjó eitthvað niðri fyrir.
»Já. Jeg veit ekki livort jeg mætti biðja yður
um að láta mig fá dálítið fyrirfram upp í það sem
jeg á að gera fyrir yður. Jeg hef ekkert haft að
gera seinustu dagana, og . . . .------
Jeg tók upp budduna og fjekk honum peuinga.
Hann leit til mín hálf-hissa, því jeg hafði fengið
honum meira en vinnulaunin heföu orðið, og sagði:
»|>etta er of mikið, það er meira en jeg á að fá hjá
yður».
»þjor megið gjarnan eiga það, og ef þjer verðið í
vandræðum, þá komið þjer til mín».
Hann þakkaði fyrir sig kurteislega, og fór svo út
í storminn og kuldann.
Næsta dag kom hann eigi á rjettum tíma. þeg-
ar á daginn leið, fór jeg niður á veitingaliúsið að
vitja um hann. það var nístingskuldi og norðan-
gola, sem næddi gegnum þykka yfirhöfn, sem jeg
var í; það fór um mig hryllingur að hugsa til karls-