Iðunn - 01.01.1888, Síða 162
156
Leo Tolstoj :
|>á bar svo við einn mánudag, er þeir brœður skildu
og fóru hvor til sinnar iðju og voru komnir lítinn
spöl hvor frá öðrum, að Athanasíus varð allt í
einu dapur í huga út af því, að skilja við bróður
sinn.
Hann nam staðar og litaðist um. Jóhanuesgekk
áleiðis nokkuð álútur, og leit ekki við. Allt í einu
staðnæmdist hann líka, eins og hann hefði komið
auga á eittlivað, og einblíndi í þá áttina. Svo gekk
hann nær þessu, sem hann hafði rekið augun í,
en hrökk jafnskjótt við snögglega, og hljóp sem
fætur toguðu ofan eptir hlfðinni, og eins upp í móti
hinum megin, og ljetti eigifyren hann var kominn
langar leiðir þaðan, sem liouum hafði orðið svona
hastarlega hverft við, eins og hann hefði hitt fyrir
óarga dýr.
Athanasíus skildi ekkert í þessu háttalagi bróð-
ur sfns, og sneri við til þess að hyggja að, hvað
það væri, sem hann hefði orðið svona hræddur við.
Hann sá þá langt álengdar glampa á eitthvað í
sólskininu, og þegar hann kom nær, gat hann að
líta, hvar lá gullhrúga mikil í grasinu.
Og Athanasíus furðaði sig enn meira bæði á gull-
inu og á flótta bróður síns.
— »Hvers vegna var hann svona hræddur?
Hvers vegna lagði hann á flótta?» þannig spuröi
Athanasíus sjálfan sig. »1 gullinu sjálfu felst engin
synd; syndin er í manninum, en ekki gullinu. |>ó
að gullið hafi margt illt af sjer getið, þá hefir það
líka gert mikið gott. Hversu mörgum ekkjum og
munaðarleysingjum má eigi hjálpa með gullinu!
Hvérsu marga sjúka og volaða má eigi klæða nieð