Iðunn - 01.01.1888, Síða 163
Grullið og bræðurnir tveir. 157
því! Við erum að reyna að hjálpa hinum bág-
stöddu, en hjálp vor nœr skammt, af því að við
höfum svo litlu úr að miðla. En með þessu gulli
gætum við veitt fátækum verulega hjálp, og það til
frambúðari).
þannig hugsaði Athaiiasíus. Hann ætlaði að
segja þetta við Jóhannes bróður sinn; en hann var
þá kominn svo langt upp á hálsinn hinum meginn,
að hann sýndist ekki stærri en lítil fluga.
Og Athanasíus fór úr ytri fötunum og Ijet svo mikið
af gulli í þau, sem liann gat borið, snaraði bagg-
anum á herðar sjer og lijelt til bæja. Hann gekk
þar inn í veitingahús, bað veitingamauuinn fyrir
gullið til geymslu, og sneri síðau aptur til að sækja
það sem eptir var af því.
Og er haun var búinn að koma öllu gullinu til
bæjar, fór að finna kaupmanninn, keypti sjer land,
grjót og við, rjeð til sín verkamenn og tók til að
reisa þrjú hús.
Og svo dvaldist Athanasíus 3 mánuði í bænum,
°g reisti þar 3 liús; eitt var heimkynni fyrir ekkj-
ör og munaðarlaus börn; annað var spítali fyrir
sjúka og volaða; hið þriðja var hæli fyrir píla-
gríma og beiningamenn. Og hann tók þrjá gamla
°g æruverða munka, og fól einum þeirra ekkna-
heimkynnið, öðrum spítalann og hinum þriðja
hælið. Og með því að hann átti enn eptir þrjú
Þúsund gullpeninga, þá fekk hann munkunum sitt
þúsundið hverjum til útbýtingar meðal fátækra.
Og öll húsin þrjú urðu brátt full af fólki, sem
lofuðu Athanasíus og þökkuðu honum fyrir það
Sem hann hafði gjört. Að því geðjaðist honum