Iðunn - 01.01.1888, Page 164
158 . Leo Tolstoj :
svo vel, að hann gafc ekki fengið sig til að yfirgefa
bæinn apfcur. En svo fór hann að hugsa um'liann
bróður sinn, sem honum þótti svo vænt um ; og
Athanasíus kvaddi alla og hjelt af stað til síns
forna heimkynnis. Ekki hafði hann haldið einum
gullpening eptir handa sjálfum sjer, og eins var hahn
búinn og þegar hann kom til bæjarins.
þegar hann kom upp á fjallið sitt, hugsaði hailn
með sjálfum sjer :
»|>að var rangt af honum bróður mínum, að
flýja burt frá gullhrúgunni ; jeg hefi sannarlega
breytfc betur en hann».
En óðara en þetta flaug í huga hans, sá hann
lxvar engill stóð á veginum fyrir honum; það var sami
engillinn sem vanur var að stíga niður og blessa
þá bræður ; en hann var nú byrstur í bragði.
Og Atlianasíus fölnaði og sagði að eins :
»Hvers vegna, herra ?»
Og engillinn hóf upp rödd sína og mælti:
»Gakk hjeðan ! þú ert eigi þess maldegur, að
véra saman við bróður þinn ; það var rneira varið
í eitt einasta fótmál lians, er hann flýði, heldur
en allt það sem þú hefir gjört með gullinu þínu».
Og Athanasíus tók til að telja upp, hve mörg-
um fátæklingum og pílagrímum hann hefði veitt
dvöl, og hve mörgum munaðarlausum börnum liann
hefði veitt hjúkrun og hæli. En engillinn svaraði
og sagði:
iiþað er djöfullinn, sem hefir lagt gullið í leið
fyrir þig, til þess að freista þín, og það er liann,
sem blæs þjer nú þessum orðum í brjóst».
Og samvizkan sló Athanasíus, og hann sá, að