Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 7
ItíUNN|
Einar Iljörleifsson: Alt af að tapa?
303
slóð á um hann, var hann æíinlega skrafhreyfinn.
Annars var hann fremur fátalaður að jafnaði.
Við héldum upp eftir dalnum í miðnæturkyrðinni.
Fjöllin liorfðu yfir dalinn, fríð, tíguleg og alvarleg,
með skrúðgræna geira, innan um skriðurnar, upp að
hamrabeltunum. Mér fanst áin syngja einhvern kát-
legan töfrasöng liægra megin við okkur, um sigur-
inn, sem lííið hafði enn unnið. Sólin var gengin
niður í hafílötinn að baki okkar í norðvestri. Samt
tókst henni að varpa svo miklum glampa upp á
loftið út frá dalsmynninu, að skýin sigldu þar í alla-
vega rauðum og allavega grænum ljóma.
Grundirnar fram undan okkur voru yndislegar,
grænar og rennsléttar. Sóleýjarnar voru að gera túnin
fyrir ofan veginn að lýsigullsbreiðum — þó að þær
séu illgresi. Inni á miðjum túnunum stóðu gömul
bæjaþilin, hölluðust dálítið fram í næturlognið, eins
og þau væru að dolla. Ef til vildi var þau að dreyma
um það að verða að sterkum steinsteypugöflum —
sem þau gálu aldrei orðið, ræflarnir. Eg vissi að
niinsta kosti, að nú voru baðstofurnar fullar af
draumum, gamalmenna-draumum um tap og von-
brigði og hvíld, og æskudraumum um einhverja
fljúgandi ferð.
En þrátt fyrir alt, sem var fram undan mér og á
báðar hliðar, gat ég samt ekki stilt mig um að vera
alt af að líta aflur fyrir mig, á loftið uppi yfir dals-
niynninu. Hestarnir Iötruðu svo hægt með baggana
á undan okkur, að það var mér liægðarleikur.
Ólafur var víst ekkert um það að hugsa, enda var
honum það ekki jafn-auðvelt. Hann hafði haldið
nokkuð fast í við Grána sinn, og Gráni var farinn
nð reisa makkann og töluverðir óþolinmæði-kippir
voru komnir í fæturna á honum.
— Honum þykir vegurinn of góður fyrir lesta-
ganginn, sagði Ólafur. Eigum við ekki að ríða á