Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Qupperneq 14
310
Einar Iljörleifsson:
1 IÐUNN
Hún fór inn í eldhús og sótti hnífa. Svo fór hún
að hjálpa mér lil þess að skafa af mér snjóinn og
hneppa frá mér treyjunni.
— Mikið lifandi ósköp hefi ég . . . höfum við
verið hrædd, sagði hún. Hvernig fórstu að rata í
þessu veðri? Og hvernig fórstu að komast yfir klifið?
Eg sagði henni, hvernig ég hefði skriðið yfir klifið.
. . . Og i. sama bili rann upp ljós fyrir mér, lags-
maður. Eg vissi alt í einu, að liún hafði verið að
gráta út af því, að ég hafði verið í hætlu.
— Hvernig vissirðu það?
— Eg veit ekki. Eg bara vissi það. Ef lil vill af
þessu litla, sem hún sagði. Eða af því, að hún leit
ekki á mig, meðan hún var að segja það. Eða af
því, að hún stóð þarna frammi í kuldanum og var
að verka af mér snjóinn. En ég vissi það, karl minn.
Og mér hitnaði um lijartarælurnar. Þvi að Þorbjörg
var lagleg stúlka þá, og það segja margir, að hún
sé ekki sízl af konunum í sveilinni okkar enn, þó
að liún sé farin að reskjast, og þó að hún sé mikið
búin að hafa fyrir lííinu.
En þegar ég stóð þarna annars hugar, og liún var
að ná af mér snjónum, þá kom Arnljótur fram í
göngin, og spurði dálítið byrstur, hvort Þorbjörg ætl-
aði ekki að fara að koma inn, og hvað hún væri
alt af að gera. Það var auðheyrt, að hann hafði
ekki verið með miklar áliyggjur út af mér.
Við fórum svo inn í baðstofuna. En meðan Þor-
hjörg var að taka í mig og brjóla þuru sokkana á
hæl fyrir mig, sá ég að Arnljólur hafði aldrei augun
af okkur.
líg var þreyttur um kvöldið. Samt varð mér ekki
svefnsamt um nóltina. Eg er ekki mikið reyndur í
þeim efnum. En ég held fráleitt, að það sé golt
svefnlyf að komast að raun um, að slúlku, sem
inaður vill eiga, þyki vænt um mann, þegar sú stúlka