Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Qupperneq 17
IÐUNN|
Alt af að tapa?
313
lield ekki, að það sé neinn gæfuvegur að svíkja það,
sem maður hefir lofað.
Mér sárnaði við liana þá. Eg fann, að þetta var
svo mikil vitleysa. Og mér hefir oft sárnað síðan,
þegar ég heíi hugsað um þetta. Því að fyrir þessa
þrákelkni hennar tapaði ég öllum mínum eigum. En
samt hefi ég nú líka oft hugsað um það, að svona
manneskjur getur maður æfinlega reitt sig á. Og
óneitanlega er það nú kostur að vera áreiðanlegur.
— Hvað eigum við þá að gera? sagði ég. Þér
þ y k i r vænt um mig, Þorbjörg. Það geturðu þó
sagt mér. Hverju sem þú heíir lofað, þá hefirðu
aldrei lofað að afneita sannleikanum.
Það var nú nokkuð sniðugt sagt af mér. Finst þér
ekki? sagði Ólafur og liló glaðlega framan í mig.
Já, ég sagði, að það hefði áreiðanlega verið sniðugt
hjá honum. Og ég spurði hann, hverju hún hefði
svarað.
— Hún svaraði ekki öðru en því, að það væri
til litils að vera að tala um það, eins og nú væri
komið, og að það væri ekkert fallegl af mér að vera
að gera henni þetta all sárara og örðugra.
— En ég læt þig ekki giftasl Arnljóli. Eg geri það
aldrei, sagði ég og harði í horðið.
— Þá verður þú að fá hann til að sleppa mér,
sagði Þorbjörg.
Mér ofbauð alveg fjarstæðan, lagsmaður. Fá Arn-
Ijót til þess að sleppa henni! Hvenær hefði Arnljótur
slept nokkuru við nokkurn?
— Þetta er ómögulegt. Þetta nær ekki nokkurri
átt, sagði ég.
— Jæja, sagði Þorbjörg. Eg sé, að þú ællar ekki
að íinna neill í vasanum.
Og þá fór hún inn með ljósið.
Eg stóð eftir, lagsmaður, þarna i myrkrinu eins
°g þöngulhaus. Fyrst vissi ég ekki mitt rjúkandi ráð.