Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 25
UJUNN]
AU af aö tapa?
321
um fyrir sjálfri þér fyrir örfáum dögutn! sagði ég,
■og mér fanst það vera sniðuglega sagt.
En hún varð bara enn æfari.
— Og nú þegar við erum allslaus, verðum við að
vinna fyrir pabba. Ekki látum við hann fara á sveit-
ina. Og alt fyrir tóman klaufaskap þinn, sagði hún.
— Já, það er aíleitt, sagði ég. En hvað getum
við gert?
— Hvað við getum gert? Þú getur að minsta kosti
barið hann, sagði hún.
— Barið hvern? sagði ég. Hann Arnljót?
— Já, hann Arnljót! Þorirðu það ekki? sagði hún.
Svo að þú sér, að henni var nokkuð heilt innan-
brjósts.
Ja, hvort ég þorði að berja hann! Mér hafði ekki
komið það til hugar, því að ég hafði aldrei iagt i
vana minn að vera í barsmíðum. En þegar hún sagði
þetta, fór mig allan að killa og klæja eftir því að
þreifa dáiílið fasl um hann, bölvaðan karlinn.
Það bar vel í veiði fyrir mér einmitt daginn eftir.
Þá var allra-bezta færð komin. Arnljótur ætlaði að
nota hana, og lagði á Skjóna sinn, til þess að fara
út í dal í einhverja skulda-rekistefnu. Hann ætlaði
að vera að heiman næstu nótt, og kom við hjá mér
á beitarhúsunum.
— Það er gott, að þú komst, Arnljótur, sagði ég.
Eg þarf að tala nokkuð við þig.
— Jæja, sagði Arnljótur, góður. Er það eitthvað
um féð?
— Nei. Það er um Þórð á Bergi, sagði ég.
— Jæja? Er nokkuð að honum, karlinum? sagði
Arnljótur dæmalaust blíður.
— Þú manst, hverju þú lofaðir mér um liann,
sagði ég.
— Hverju ég lofaði þér um hann? sagði Arnljótur.
Nei. Eg hefi engu lofað þér um hann.