Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Síða 26
322
Einar Hjörleifsson:
| ÍÐUNN
— Jú, þú veizt það vel, að ég selti það skilyrði,
að Þórður fengi að vera kyr. Þú gekst að þvi,
sagði ég.
— Hvaða vitni liefir þú að því? sagði Arnljólur.
— Það eru ekki aðrir en ódrengir, sem svíkja
loforð sín, af þvi að engin vitni eru að þeim, sagði ég.
— Nú skalt þú vera rólegur, Olafur minn, sagði
Arnljótur. Petla er ekki til neins fyrir þig. Þú hefir
ekkert skrifað í liöndunum. En ég hefi blaðið, sem
ég geymi. Það gæti orðið varasamt fyrir þig að fara
að beita nokkurum ójöfnuði við mig. Eg á meira
undir mér en þú. Ekki sízt, þegar allar ærnar þínar
hafa nú skift um eiganda og þú ert orðinn öreigi,
sagði hann, og hló hryssingslega fast við andlilið á
inér.
— Nei, ég hefi það ekki skrifað, sagði ég. Þess
vegna ætla ég að skrifa það. Iig ætla að skrifa það
á hrygginn á þér, lagsmaður.
Og ég tók heldur óþyrmiiega í öxlina á honum.
— Ertu orðinn brjálaður, Ólafur, sagði hann.
Eg slepti honum aflur. Eg hafði gaman af því, að
hann fengi tóm til þess að hugsa ofurlítið um liirt-
inguna, sem ég ællaði að leggja á hann.
— Þú segir, að eg hafi engin vitni haft liérna á
beitarhúsunum um daginn. Nú hefir þú engin vilni.
Nú ræður þú því, hvort þú leysir ofan um þig sjálf-
ur, eða lætur mig gera það. Hýðingu skaltu fá, og
hana svo, að þú gleymir henni ekki, þangað til þú
drepst.
Eg horfði á hann ofurlilla stund, svona mér til
skemtunar. Eg vissi, að honum var það ljóst, að eg
hafði í öllum höndum við liann. Og ég ætlaði mér
að hafa ánægjuna af því að athuga ósköpin, sem á
hann kæmu.
Nú þagnaði Ólafur. Eg var enn dálítið forvitinn
cftir framlialdinu.