Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Page 27
IÐUNN ]
Alt af aö tapa?
323
— Nú? . . . varð hann þá liræddur? spurði ég.
— Hræddur? sagði Ólafur. Það er einmitt, sem ég
veit ekki. Hilt veit ég, hvað liann var slunginn.
Hallaði ekki karlfjandinn sér upp að húsveggnum,
eins rólegur og hann ætlaði að fara að lesa hús-
lestur, krosslagði hendurnar á brjóstinu og sagði:
— Jæja, Ólafur minn. Gerðu það, sem þér þykir
fallegast. En ég heíi aldrei verið i áílogum við menn,
og ætla ekki að fara að byrja á því núna. Ef þú ert
ráðinn í því að níðast á mér, þá skaltu að ininsta
kosti liafa ánægjuna og sæmdina af þvi að níðast á
varnarlausum manni.
Hvað átti ég að gera, lagsmaður. Eg liafði búist
við þvi, að karlárinn mundi að minsta kosti reiða
upp svipuna sína, eða gera eitthvað þess konar. Eg
gat ekki ráðist á mann, sem krosslagði bendurnar,
þegar ég var búinn að tilkynna honum, að ég ætlaði
að hýða hann. Ég hafði ekki lund til þess. Og ég
sagði honum að fara til fjandans frá augunum á
mér.
En þegar ég var að láta inn féð um kveldið, og
þar á meðal 30 ær, sem ég liafði sjálfur átt fyrir
örfáum dögum, þá fór ég að sjá eftir því, að ég
skyldi hafa látið Arnljót ganga svona úr greipum
mér. Ef það var á annað borð rétt að hýða hann
— og sannarlega átti hann það skilið — þá var
það ekkert síður rétt fyrir því, þó að hann væri svo
slægur að taka eina hugsanlega ráðið til þess að
koma sér undan hýðingunni. Og ég var hræddur um,
að Þorbjörg mundi líta svo á það mál. Ég skal
segja þér — ég hafði svona eins og hálfgerðan beyg
af henni. Ekki svo að skilja, að ég væri liræddur
um, að hún mundi segja mér upp. Ég hafði fengið
nokkuð dýra reynslu af þvi, að hún stóð við loforð'
sín. En mér þótti þá nokkuð óaðgengilegt, að hún