Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 29
iðunn ] Alt af að tapa? 325
— Pú heíir ekki verið búinn að fyrirgefa Arnljóti
sjálfur? sagði ég.
— Búinn að fyrirgefa! sagði Ólafur. Mér hafði
ekki einu sinni dottið það í hug, þó að ég dembdi
þessu á h a n a. Ef ég hefði hýtt liann, þá liefði ég
liklegast fyrirgefið honum í sama bili. Eg liefði þá
hugsað sem svo, að nú hefði hver étið sitt. En liann
liafði þ a ð af mér, eins og alt annað.
— Nema Þorbjörgu, sagði ég.
Nokkura stund héldum við nú hægt og þegjandi
áfram í næturblíðunni. Ólafur var víst að hvíla sig
eftir söguna. Og ég var hugsi.
Ég var að virða fyrir mér og liugsa um þennan
gæfumann, sem upp úr örbirgð og allsleysi liafði
orðið myndarmaður og vænn maður, gat, þó að
hann væri engum auðæfum lilaðinn, veitt sér það,
sem liann langaði til — meðal annars þá dýrðar-
ánægju að sitja á Grána, þegar hann íór eitthvað
út af heimilinu — og hafði eignast konu, sem hafði
verið trausl eins og bjarg í öllum lians örðugleikum,
og fylt líf hans með góðleik og samvizkusemi.
— Og þér íinst þú hafir alt af verið að tapa?
sagði ég.
— Pú sér nú til dæmis, liverju smáræði ég tapaði
á honum Arnljóti, sagði hann.
— lig held, að við séum ekki nógu þakldátir,
sagði ég.
— IJað getur vel verið, sagði Ólafur og hleypti
Grána á sprett.