Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Page 30
[ IÐUNN
Saga talsímans.
Eftir
Gísla J. Ólafsson simastjóra.
Talsíminn er ekki gamall; hann stendur rétt á
ferlugu; en bráðþroska var hann; ég held hann hafi
verið yngri, þegar hann var búinn að leggja undir
sig allan heiminn, heldur en Alexander mikli! Og nú
stendur hann í blóma aldurs síns, og þar mun hann
standa ár og sið og alla tíð, og á þó vafalaust eflir
að fullkomnast mikið enn þá.
Sá velgerðarmaður mannkynsins, sem fann upp
þelta undraverða töfraverkfæri, heitir Alexander Gra-
ham Bell, skozkur Ameríkumaður. Hann ílutti sig
til Ameríku með foreldrum sinum 1870, og varð þá
kennari í hljóðfræði við háskólann í Boston og jafn-
framt var hann málleysingjakennari. Hann kendi
daufum og mállausum mönnum að tala — og
það sem meira er, hann kendi d a u ð u m og mál-
lausum m á 1 m i n u m að tala.
Bell var fátækur og gat því ekki varið miklum
tima til tilrauna sinna; í frístundum sínum varð
hann að hafa einkatíma ineð ýmsum málleysingjum.
Meðal lærisveina hans var drengur nokkur, George
Sanders að nafni; faðir þessa drengs bjó í bæ, sem
Salem heitir, 16 enskar mílur frá Boston; hann lifði
á því að skera út skósóla úr leðri, og komst vel af.
Hann bauð Bell að ílylja sig til sín og kenna syni
sínurn, og fyrir það átli hann að fá ókeypis fæði
og húsnæði. Þetta þáði Bell, og fékk að nota kjallar-
ann í húsi Sanders fyrir tilraunastofu.