Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 31
iðunn 1 Gísli J. Ólafsson: Saga talsímans. 327
Bezti og efnilegasti lærisveinn Bell’s var heyrnar-
laus og máilaus stúlka, sem Mabel Hubbard hét, og
var hún 15 ára að aldri, þegar hún komst fyrst
undir handleiðslu lians. Bell varð brátt bráð-»skot-
inn« í stúlkunni og gekk að eiga liana nokkrum
árum síðar; hún var dóttir mikils metins og áhrifa-
mikils lögfræðings í Boston, sem Gardiner G. Iiab-
bard nefndist. Bað voru þessir tveir rnenn, Sanders
og Hubbard, sem veiltu Bell þann fjárstuðning, sem
honum var nauðsynlegur til þess að koma uppfund-
ning sinni í framkvæmd.
Aðstoðannaður Bell’s og hægri hönd í þessu máli
var ungur maður, sem Thomas A. Watson hét; hann
var smiður og rafmagnsfræðingur.
1 fyrstunni fékst Bell eingöngu við að reyna að
«ndurbæta ritsímann, en svo fékk hann þessa liug-
mynd, að hægt mundi að senda mál manna eflir
málmþræði með lijálp rafmagnsins, og eftir þelta
hætti hann hinum lilraununum.
Einhverju sinni sagði liann við þá Huhbard og
Sanders: »Ef mér tækist að breyta spennu rafmagns-
straums nákvæmlega eins og þéttleiki loflsins breytist
við framleiðslu liljóðs, þá mundi mér takast að senda
mannlega rödd eftir málmþræði«. En þeir hristu
hara höfuðið jdir þessum fáránlega loftkastala og
háðu hann liælta að hugsa um slíka vitlejfsu og
halda áfram við tilraunir sínar um endurbætur á
ótsimanum, og kváðust annars elcki mundu veita
honum neinn fjárstuðning, svo Bell varð íyrst í slað
að vinna að þessu í laumi, og varð að láta í veðri
vaka við þá Hubbard og Sanders, að hann héldi á-
fram tilraunum sínum um endurbætur á ritsímanum.
Og eflir 3 ára strit tókst honum svo loks að ná
fakmarki sínu. Það var 2. Júní 1875, og er sá dagur
talinn fæðingardagur talsímans. Þenna dag var Bell
að gera tilraunir, eins og svo ótal sinnum oft áður,