Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Síða 32
328
Gísli J. Ólafsson:
IIÐUNlSt
með þeim fáránlegu verkfærum, sem Watson aðstoð-
armaður lians liafði smíðað, eftir lians fyrirsögn.
Verkfæri þessi voru mjög skringileg útlits og voru
ekki lik neinum öðrum hlut, sem nokkurn tíma
hafði áður verið búinn til í nokkru landi. það var
tréstokkur og á honum var úrfjöðurbrot, rafmagns-
segull og vír. Bell og Watson voru í þetta skifti
hvor i sínu herbergi með sitt verkfærið hvor, og
voru þau lengd saman með vír. All í einu heyrir
Bell að livin í sínu verkfæri og hleypur liann þá í
ofboði inn til Watsons og biður hann að sýna sér,
hvað hann haíi gert nú síðast. ()g má gela því nærri,
að vel hefir legið á Bell þá, því að nú, og nú fyrst, var
hann búinn að fá óyggjandi sönnun fyrir því — sem
hann að visu liafði lengi haldið —, að unt væri að
senda hljóð eftir málmþræði með hjálp rafmagnsins.
Talsíminn fæddist eins og hvert annað ómálga
barn, liann gat ekki talað, heldur að eins gefið frá
sér ógreinilegt hljóð. — Það var fyrst 40 vikum síðar
að hann fékk málið, og fyrslu orðin sem löluð voru
og heyrðust gegnum talsímann, voru töluð af Bell
og heyrð af Watson og voru þessi: »Watson, come
here, I want you!«. (Watson, komdu liingað; ég þarf
að finna þig). Watson, sem var við lægri enda þráð-
arins, á neðstu liæðinni, kastaði frá sér hejunartól-
inu og hljóp í spreltinum upp 3 sliga til að færa
Bell þessi gleðitíðindi. »Ég lieyrði til þín«, hrópaði
hann, »ég heyrði o r ð i n «.
14. Febrúar 1870, á 29. afmælisdegi sínum var
Alexander Graham Bell geíið einkaleyfi á þessari
uppfundning sinni — og er sagt að það sé verðmæt-
asta einkaleyíi, sem veill hafi verið í heiminum. 1
þessu einkaleyíisbréli var ekki nefnl orðið »/e/ep/ione«
— talsími —, heldur var þella kallað y>talking ma-
chinea — talvél —; orðið »teleplione« var þá ekki
til, og var það orð síðar búið lil af Hubbard. í