Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 34
330
Gísli J. Ólafsson:
1IÐUNN
að skoða, t. d. fyrsta rafmagnsljósið og fyrsta prent-
ritsímann. Þegar nefndin loks kom til Bell’s, var
klukkan orðin 7 um kvöldið, og voru allir orðnir
þreyttir, lieitir og svangir eftir alt röltið um daginn,
og höfðu margir við orð, að nú væri tími til kom-
inn að fara heim til gistihúsa sinna og hvíla sig.
Einn þeirra tók samt upp liej'rnartólið, skoðaði það
og lét það svo aftur á horðið. Hann lét það ekki
einu sinni upp að eyranu! Annar dómnefndarmaður
talaði um þetta nýstárlega verkfæri með inni mestu
fyrirlitningu og reyndi að slá sig til riddara á Bell
með fyndni sinni. En rétt í því vill svo heppilega til
fyrir Bell, að inn í anddyrið kemur Brazilíukeisari
Dom Pedro de Alcaníara með drottningu sinni, og
þegar hann sér Bell, gengur hann á móti honum
með útréttar hendur og ávarpar hann á þessa leið:
»Komið þér sælir, prófessor Bell, mér er sönn ánægja
að sjá yður aftur«. Og meira þurfti ekki til — dóm-
nefndarmennirnir gleymdu undir eins hitanum og
þreytunni, og fóru þegar að veita meiri athygli þess-
um unga uppfundningamanni, sem átti keisara fyrir
vin. En þeir höfðu enga hugmynd um — og i augna-
blikinu var Bell sjálfur búinn að gleyma því — að
Dom Pedro hafði heimsótt málleysingjaskóla, þann
sem Bell kendi við í Boston, og hafði orðið mjög
hrifinn af kensluaðferð Bell’s.
Práður hafði verið strengdur upp frá öðrum enda
anddyrisins til hins; Bell tók svo annað áhaldið og
Dom Pedro hitt og setti það upp að eyranu. Eitt
augnahlik biðu menn með eftirvæntingu, því enginn
þeirra hafði eiginlega gert sér neina hugmynd um,
hvað átli að ske, þangað til Dom Pedro rifur heyrn-
artólið frá eyranu og hrópar upp yíir sig: »Guð minn
góður, — það lalar«.
Næslur lionum lók elzti vísindamaðurinn, sem í
nefndinni var, Joseph Hennj, heyrnarlólið og hlust-