Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 36
332
Gísli J. Olafsson:
| IÐUNX
viðtökurnar muni liafa verið hjá minni spámönnun-
um — rninni blöðunum og öllum almenningi —
{>egar stóru spámennirnir tóku talsímanum svona.
Bell var sjálfur enginn maður til að koma talsím-
anum á framfæri — út í viðskiflalífið; það varð
hlutskifti lengdaföður hans, Hubbard’s; hann var
eins og áður er sagt, lögfræðingur, áhrifamikill og
mikils melinn fyrir margra hluta sakir; hann var
óþreylandi talsmaður lalsímans; hann sá það þegar,
að aðalatriðið var að útbreiða þekkingu á talsíman-
um meðal almennings, og þegar hann var á ferða-
lagi hafði hann all af 2 lalsímaáhöld með sér, og
hvar sem hann hitti málsmetandi mann á förnum
vegi, lét hann manninn ekki sleppa fyr en hann var
búinn að fá hann til að tala í talsímann, og það var
oft eríilt, að fá menn til að gera það, því að margir
voru mjög smeykir að tala í þetta galdraverkfæri.
Það var að ráðum Hubbard’s, að þeir Bell og
Watson fóru á fyrirlestra-leiðangur með lalsimann.
Bell var í samkomusalnum með eitt talsímaáhakl og
hélt fyrirlestra um hann, en 1—2 enskar mílur í burtu
var Watson með annað talsímaáhald — og vír auð-
vitað strengdur á milli þeirra — og þar söng liann
i talsímann kvæði eftir Shakespear o. fi., sem áheyr-
endurnir svo gálu hlustað á í talsímanum lijá Bell.
Þetta vakti að vísu dálilla alhygli, en blöðin voru
alt af að tala um þenna »ímyndaða Watson«, því
enn voru margir, sem héldu, að hér væri bara um
loddaraskap að ræða. Til þess að bæla niður þennan
orðróm, þá ákváðu þeir Bell og Watson, að leigja
ritsímalínuna milli Boston og (iambridgeport og festu
upp talsímaáhöld sitt i hvorum enda; nokkrum máls-
metandi mönnum var nú boðið að vera viðstaddir
sem vitni, og var svo alt samlalið skrifað nákvæm-
lega upp bæði í Boston og Cambridgeport lil að sjá
hvort þeim mundi nú bera saman, Og daginn eftir