Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 45
IÐUNK]
341
Saga talsímans.
lega pappír utan um vírinn og með því hafði hann
í rauninni búið lil nokkurs konar loftpúða ulan um
þráðinn. Það er ekki pappírnum að þakka að kabill
þessi reynist svo vel, lieldur loftinu, sem er innan í
pappírnum; því að það er, eins og áður er sagt, he/ti
einangrarinn.
Allar fyrstu talsímalínurnar vorn úr galvaniseruð-
um járnþræði; en menn sáu brált, að til þess að fá
góðar talsímalínur, þurftu þær að vera úr silfri eða
kopar. Um silfrið gat ekki verið að tala, því að lil þess
var það alt of d}Trt, og koparinn var of linur og
ónýlur; en manni, sem Thomas B. Doolitlle hél, lóksl
með mjög einfaldri efnafræðislegri breylingu að búa
til úr honum inn svokallaða liarðdregna koparþráð,
sem nú er að lieila má eingöngu notaður í öllum
talsímalínum.
Gömlu skiftiborðin — miðslöðvarborðin — voru
fremur ófullkomin, en þó gekk það svona nokkurn-
veginn að lengja saman talsíinanotendurna meðan
þeir skiftu ekki nema nokkrum hundruðum, en eftir
því sem lalsímanolendunum fjölgaði, eftir því jukust
vandræðin; og það, að lengja saman tvo talsíma-
nolendur, var verk, sein þurfti að ganga í gcgnum
hendurnar á tveimur og stundum þremur síma-
meyjum, og má gela nærri, að það hefir oft lekið
nokkuð langan tíma. Úr þessu var bætt með inu
aðdáunarverða vel útbúna skiftiborði, sem nú er
notað og kallað er íleirfalda skiftiborðið. Nú getur
símavörðurinn gefið samband við livaða talsímanot-
anda sem er innan keríisins með einu handtaki.
Stærstu skiftiborð, sem til eru, gela ekki lekið fleiri
®n 10 þúsund númer, og verður aldrei liægt að hafa
þau stærri en það, nema hér á jörð rísi upp ný
kvenþjóð miklu handleggja-lengri en sú, sem vér nú
þekkjum. Ótrúlega mikið hugvit hefir þurft til að
finna upp þetla undraverða fleirfalda skiftiborð, enda