Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Qupperneq 50
346
Gisli J. Ólafsson:
r IÐUNN
Francisco. Bell endurtók nú sömu setninguna, sem
liann talaði fyrir 38 árum, og voru fyrstu orðin, sem
lieyrðust í talsíma, en þau voru, eins og áður er
sagt: »Watson, komdu hingað; ég þarf að finna þig«.
Watson svaraði hlæjandi og kvaðst ekki geta orðið
eins fljótur og forðum, þegar hann hljóp upp stigann
í einu hendingskasti; ef hann færi sjóveg skemstu
leið gegnum Panamaskurðinn með hraðskreiðasla
skipi, þá taki það sig 1G daga, en með hröðustu
járnbraularlest yrði hann ekki nema 4 sólarhringa.
Eftir að Bell fann upp talsímann, hafa ótal menn
um allan heim alt af verið að reyna að frnna upp
einhver ráð til að firðtala þráðlaust. Og allir hafa
bygt þar á sama grundvellinum, nefnilega lalsima
Bell’s; og án lians hefði þráðlaus lirðritun heldur
aldrei getað ált sér stað, því hún er líka bj'gð á
þessum sama grundvelli.
Þeir sem mest og bezt hafa unnið að þráðlausu
firðtali, eru Bell-félagið og Western Electric. Þessi tvö
félög hafa í sameiningu launað 50 vísindamönnum
og verkfræðingum til þess eingöngu að fást við
þessar tilraunir, og síðastliðin 10 ár hafa þessir
menn ekkert annað aðhafst, enda eru þeir langl
komnir að ná takmarki sínu, en það er hvorki
meira né minna en að tala þráðlaust heimsendanna
á milli.
29. September í fyrra urðu þau undur, að þessum
mönnum lókst að tala þráðlaust yfir 7840 km. veg,
frá New York til Sandvíkur-eyjanna í Kyrrahafinu.
Og 21. Október síðasll. var talað frá Arlington-loft-
skeylastöðinni í Ameríku til Eiffelturnsins í París.
Tveir verkfræðingar frá Bell-félaginu og Western
Electric-félaginu liöfðu verið sendir til Parísar með
móttökuáhöld til að hlusta eflir, og þeir lieyrðu
greinilega hvert orð og þektu jafnvel málróm sumra,
sem töluðu í Arlington. Áhöldin eru þannig útbúin,