Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Blaðsíða 66
362
Jón Ólafsson:
| IÐUNN
kennari fyr en vorið 1870. Launakjör allra kennar-
anna voru alveg hörmuleg í þá daga. Ef mig minnir
rétt, voru laun Halldórs framan af 800 kr. um árið
og ætla ég að hann væri hækkaður upp í 1200 kr.
síðustu árin, sem hann var settur kennari. Kennar-
arnir voru því allir bláfátækir og skuldugir, nema
Jónas Guðmundsson, og hafði hann þó ekki meiru
úr að spila en aðrir, enda þótti hann maður fésínkur;
keypti sér t. d. aldrei fullan kost, heldur að eins
miðdegisverð, en át málamat hjá sjálfum sér og mat-
reiddi sjálfur, alt þar til hann kvæntist.
Halldór Guðmundsson var ekkjumaður, tengda-
sonur Páls amtmanns Melsteds, en misti konuna eftir
fárra mánaða hjónaband. Halldór var vel gefinn
maður og fróður um margt, einkum í íslenzkum
fræðum. Hann kendi stærðfræði, eðlisfræði og grasa-
fræði. Hann var víst dável að sér í stærðfræði. En
það er oft sitt livað, að vera vel að sér í einhverri
grein, eða að vera góður kennari. Svo var og um
Halldór, að hann var handónýtur kennari í stærð-
fræði, nema í almennum reikningi. Hann gat ekki
skj'rt neitt með öðru en að hafa upp orð bókarinnar.
— í grasafræði býst ég ekki við að hann liafi verið
meira en í meðallagi vel að sér. Annars get ég lílið
um það dæmt, því að ég vissi aldrei neitt í grasa-
fræði, en það man ég, að aldrei sýndi hann okkur
nokkra jurt í kenslustundum. En einu sinni á hverju
vori fengu annarsbekkingar frídag einlivern góðan
veðurdag, og fóru þeir þá með Halldóri eittlivað út
í hagann til að skoða grös. (Grasafræði var að eins
kend í 2. bekk.) Aldrei veit ég, hvert ferðinni hefir
verið beitið; en hún varð víst sjaldan lengri en inn
í Fossvog; þá var Halldór orðinn fullur og allir við,
sem fullir gátum orðið, líka. Því að það var vani
að nesta sig vel í grrsaferðina bæði að mat og drykk
— einkum að drykkjarföngum. Endaði túrinn jafnan