Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Blaðsíða 73
IÐUNN|
Endurminningar.
369
prófs úr skólanum, því að annars hefði ég ekki getað
fengið annað en kringlótt gat í náttúrusögu. Við það
próf voru nemendur ávalt reyndir í einhverjum tveim
af þrem greinum náttúrusögunnar, dýrafræði, grasa-
fræði og steinafræði. Ég var svo hundheppinn við
það próf, að koma ekki upp í grasafræði, því að
þar var ég á hvínandi gati, hvar sem ég hefði komið
upp; ég kom fyrst upp í dýrafræðinni og stór-
skandaliseraði svo, að ég gat ekki átt þar annað en
gat. Séra Hannes var svo aumur yfir mér þar, að
það var grátstafur i kverkunum á blessuðum karlin-
mn, en svo tók hann mig upp í steinafræðinni. Þar
fékk ég tvær spurningar, báðar úr almenna inngang-
inum. Fyrri spurningin var; Hver er munur á upp-
runa lifandi og dauðra hluta í náttúruríkinu? Ég
þuldi upp orðrélt úr fyrirlestrunum: »Alt lifandi er
orðið til af sér líkum einstaklingum, en alt dautt við
efnabreyting«. Önnur spurning: Hver er munur á
organiskum og óorganiskum hlutum og vexti þeirra?
Aftur þuldi ég orðrétt: »Organiskir og óorganiskir
hlutir mismuna hver frá öðrum að parta-samselning
og parta-greining, uppruna, vexti og viðhaldi. Organ-
iskir hlutir vaxa per intus succeptionem, en óorganiskir
per juxta positionema. Þá hló karlinn út undir eyru,
oéri saman lófunum og reri fram á fótinn og sagði:
»Aldeilis rétt, aldeilis rétt, ganske rigtig. Er það ekki
nóg, Guðmundsen?«. Eg slapp svo með þetta og fékk
»laklega« í aðaleinkunn í náttúrusögu og var ég
himinlifandi yfir, því að ég hafði búist við gati.
Séra Hannes var víst í verunni allra bezti og
vandaðasti maður. Hann var ákaflega þrifinn og
hreinlátur. Einhverntíma bar það við, en það var
fyi'ir mína skólatíð, að piltar bektusl eilthvað til við
•íens Sigurðsson; þá var Björn Gunnlaugsson yfir-
hennari og hafði hann alls enga stjórn á piltum.
fhl þeirra læti fóru fyrir utan hann. Einhverjir piltar