Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Page 74
370
Jón Olafsson: Endurmínningar.
| IÐUKNT
höfðu fundið upp á því á Öskudaginn, meðan á
tímum stóð, að láta lifátt egg í hatt Jens. I3egar
kensluslundin var úti komu kennararnir fram úr
bekkjunum og bjuggust til heimferðar, því að þetta
var síðasta kenslustundin fyrir »kortérið«; og byrjaði
þá fríið. Jens tók halt sinn og setti upp og sprungu
þá eggin. Hann tók vasaklút sinn og þerði af sér,
gekk svo þegjandi að límatöflunni og horfði á hana
og segir, eins og við sjálfan sig: »annar bekkur«.
l3ar hafði Björn Gunnlaugsson hafl líma, en lijá
honum gengu allir út og inn í tímanum eftir vild.
Séra Hannes, sem var mikill vinur Jens, íór að af-
saka pilta; trúði því ekki að neinir skólapiltar hefðu
gert þetta; það mundu einhverjir utanskólastrákar
hafa gert, sem hefðu stolist inn í skólaganginn, þar
seni fötin héngu. Séra Hannes gekk jafnan á ákallega
vel burstuðum skóm og hafði ulan yfir þeim, ég held
vetur og sumar, feikna víð vatnsstígvél loðin annan*
og fór nú að fara í þau, en þá bullaðist og spýltist
eitthvað vott upp um hann allan. Piltar höfðu þá tekið
sig til og hálf-fylt stígvélin. »Ja, fjandinn forsvari þá
nú, Sivertsen«. Hann hefði einhverntíma rokið upj)
við minna; en af því að Jens hafði ekkert umtal gert
um lirekkinn við sig, þá sagði séra Hannes ekki
heldur meira í þetta sinn. Til merkis um þrifnaðar-
viðleitni séra Hannesar, má geta þess, að um sér-
hverja bók í bókaskápum sínum hafði hann skrif*
pappír uin spjöld og kjöl og skrifað á kjölinn bókar-
nafnið. Á hverjum Sunnudegi sneri hann við sérhverri
bók í skápunum svo að þær slóðu aðra hvora viku
á höl'ði. Gerði hann það bæði til að forða ryki að
safnast ofan á þær og eins til þess að þær skyldu
ekki missiga í bandinu.
Fjölyrði ég svo ekki meira um séra Ilannes að sinni,
en má vera að hans verði minst aflur síðar. [Frh.]