Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 4
114 1930. IÐUNN II. Þú vilt ekki fáeinum gefa gullið, sem Guð hefur öllum veitt! Sjá, jörðin er breið og barmafull af brauði, sem allir fá neytt. Ríki maður, réttu út hendur, af rausn er þér veizla gjör. Sjá fagrar merkur og frjóar lendur og fríðan, drekkhlaðinn knör. Hef þú upp augun, sjá — alt er það þitt,. sem er og kemur og varð. Hvað hafa konungar kallað sitt nema kraft þinn og starfs þíns arð? Höllin er prýdd því, sem hreysi þitt skorti í hundrað og þúsund ár. Og vélin er brösuð við blóðhita þinn. Nú býðst hún að lækna þín sár. Hún býður, að þig skuli bera um höf, hún býðst til að færa þér alt, byrðina af öxl þér, birtu í hús þitt, og brauð þeim, sem heima svalt. Blessaðu þessa blikandi veli, blakkir og marrandi hjól, því þau eiga að mala þér brauð og blessun og byggja þinn veldisstól.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.