Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 5
1930.
115
Sjá þú húsin, sem hér hafa risið
og hreysin þín fært um set:
grjót og sement, vit og vinnu,
er viku þeim fet fyrir fet.
Hér stóðstu boginn og hrærðir og streittist,
þín hönd hefur alt þetta gert.
Og sviti þinn hefur í storkuna streymt
og stuna þín vermt hana og hert.
Og hver á að njóta þess? — Þú, aðeins þú,
þetta er þitt ríki og hrós,
handtök og orka þín hömruð í stein
og húm, sem þú breyttir í ljós.
Djóddu inn í hallirnar börnunum þínum,
og biddu þau forláts á því,
hve seint þau komust í kongsríkið sitt,
og kystu ekki á vöndinn á ný.
III.
Landið bíður. — Mót ljóma sólar
lyftir það heiðri brá.
Landið bíður — og moldin mænir
og mennina kallar á.
Hvert gróandi strá, sem úr grjótunum brýzt,
flytur gleðiboðskap og óð
um framtíðardraum þinn, — fullræktað land
og frjálsa og mentaða þjóð.