Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 6
116 1930. IÐUNN Og lít upp og sjá hina breiðu bygð með bleika velli og tún, litla bletti við litla bæi, þitt landnám og starfs þíns rún. Nú læturðu gufuna geysast á kargann og grafa þar stáltönnum í, og brjóta rimann og bylta og þurka bleytur og fúadý. Og sjá þú hvar rísa samvinnuhverfin í sveit, sem var mannfá og snauð. Og vélarnar syngja þar vetur og sumar um vinnu, arð og brauð. Svo færirðu síðasta fljótið í stokk, á fossinn stálrekið band. Og heill þér, sem myrkur og hungur leiðst, þá hefur þú numið þitt land. Og vélin syngur og arðurinn erjar, en öllu jafnskiftir þú, sem vinnandi hendur af verðmætum skapa og vitið dregur í bú. Menn sögðu, að lík skyldu gjöfura gjöld, þá geldur þú betur en vel: gott fyrir ilt og rétt fyrir rangt og rausn fyrir skort og hel.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.