Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 10
120 Putois. IDUNN belais. »Það getur vel verið«, sagði hann, »að lýsing sú, er Xénomanes gefur, sé lærðari og auðugri að sjald- gæfum og sígildum orðafiltækjum, en lýsingin á Putois er langtum skýrari og stílhreinni«. Þessu gat hann haldið fram, af því að dr. Le Double frá Tours var þá ekki bú- inn að skýra 30., 31. og 32. kap. í fjórðu bók Rabelais*. »Eg botna ekki vitund í þessu«, sagði Pauline. »Það er af því, að þú þekkir ekki Putois. Þú skalt vita, að Putois var sú vera, sem við Zoe frænka þín vorum handgengnust, þegar við vorum börn. A heimili Bergerets afa þíns var altaf talað um Putois. Það var enginn, sem ekki þóttist einhvern tíma hafa séð hann«. Pauline spurði: »Hver var Putois?« í staðinn fyrir að svara fór Bergeret að hlæja, og ungfrú Bergeret hló líka með samanherptum vörum. Pauline horfði á þau á víxl. Henni þótti merkilegt, að' frænka sín skyldi hlæja svo hjartanlega, og enn merki- legra samt, að hún og bróðir hennar skyldu hlæja að' því sama í eindrægni andans, því að systkinin voru ann- ars mjög ólíkt skapi farin. »Pabbi, segðu mér hver Putois var. Úr því að þú vili að ég viti það, þá segðu mér það«. »Putois var garðyrkjumaður. Foreldrar hans vorui heiðarleg bændahjón í Artois, og hann settist að í Saint- Omer og tók að fást við frærækt. En viðskiftamennirnir voru ekki ánægðir með hann, og honum gekk illa. Þá hætti hann við fræræktina og fór í daglaunavinnu hjá nafar" o. s. frv., o. s. frv.). ÁQur var talið, að þetta væri aðeins- gróf gamansemi hjá Rabelais, en Le Double frá Tours, líffærafræð- ingur, hefir sýnt, að í lýsingunni felst víðtæk þekking á líkams- bysaingu manna.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.