Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 14
124 Pufois. IÐUNM' sagði: »Hvað heitir garðyrkjumaðurinn þinn, barnið mitt?« »Putois«, svaraði mamma, án þess að hugsa sig um. Putois hafði fengið nafn. Upp frá þeirri stundu var hann til. Frú Cornouiller tautaði fyrir munni sér, þegar hún fór: »Putois! Mér finst ég kannast við hann. Putois? Putois! Víst þekki ég hann! En ég man ekki ... Hvar á hann heima?« »Hann er daglaunamaður. Þegar ein- hver þarf á honum að halda, er sent eftir honum, þar sem hann er í það og það skiftið«. »Já, datt mér ekki í hug. Þetta er flækingur, ræfill... slæpingi. Varaðu þig á honum, barnið gott«. Nú hafði Putois líka fengið lyndiseinkunn. • II. Goubin og Jean Marteau höfðu nú bæzt í hópinn, og Bergeret skýrði umræðuefnið fyrir þeim. »Við vorum að tala um mann, sem móðir mín inn- leiddi í veröldina einn góðan veðurdag sem garðyrkju- mann í Saint-Omer og gaf nafn í þokkabót. Upp frá því var hann þar á kreiki«. »Kæri prófessor, viljið þér ekki segja okkur það einu sinni enn«, sagði Goubin, og þurkaði af gleraugunum sínum. »Með ánægju«, sagði Bergeret. »1 upphafi var enginn garðyrkjumaður. Garðyrkjumaðurinn var ekki til. Þá sagði móðir mín: »Garðyrkjumaðurinn kemur hingað«. Og á sömu stundu var garðyrkjumaðurinn til. Og hann fór á kreik«. »Já, en prófessor góður«, spurði Goubin, hvernig gat hann farið á kreik, úr því hann var ekki til?« »Hann átti sér einskonar tilvist«, svaraði Bergeret. »Þér eigið við ímyndaða tilvist«, sagði Goubin fyrir- litlega.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.