Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 15
flÐUNN Putois. 125 »Er ímynduð tilvist þá ekki neitt?« sagði Bergeret. »Og geta þá goðsagnaverurnar ekki haft nein áhrif á mennina? íhugið kenningar goðafræðinnar, hr. Goubin, og þá munuð þér verða þess vísari, að það eru alls ekki raunverulegar verur, heldur ímyndaðar, sem hafa dýpst og varanlegust áhrif á mannssálirnar. Avalt og alstaðar hafa verur, sem ekki hafa verið raunverulegri en Putois, vakið hatur og ást, ótta og von fjöldans, hvatt hann til glæpa, þegið fórnir og skapað siði og löggjöf. Putois er goðsagnavera, að vísu ein af þeim, sem ókunnastar eru og lægst standa. Satýrinn ruddalegi, sem sat til borðs með bændunum fyrir norðan forðum daga, hefir verið talinn þess maklegur að vera sýndur á málverki eftir Jordaens og í sögu eftir La Fontaine. Loðna son- arskepnan hennar Sycoraxar1) hefir verið leiddur inn í undraheim Shakespeares. Putois á ekki því láni að fagna. Hann verður altaf hundsaður af skáldum og lista- mönnum. Hann vantar mikilleik og sérkenni í háttum og lundarfari. Hann fæddist í alt of skynsömum sálum, meðal manna, sem kunnu að lesa og skrifa, og voru ekki gæddir hinu dásamlega ímyndunarafli, sem elur af sér ævintýrin. Nú held ég að ég hafi gefið ykkur nægi- legar upplýsingar, herrar mínir, til að þið getið skilið, hvers eðlis Putois var«. »Já, ég skil það«, sagði Goubin. Og Bergeret hélt áfram máli sínu. »Putois var. Það get ég ábyrgst. Hann var. Þegar þið hugsið nánar um það, herrar mínir, mun ykkur verða ljóst, að það að vera er alls ekki endilega bundið við efnislega veru, heldur merkir aðeins sambandið á milli persónunnar og sérkenna hennar, táknar aðeins afstöðu«. 1) Calíban 1 „Storminum".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.